Merkisteinn

Merkisteinn er önnur af tvemur yngri deildum skólans.
Þar eru 4 starfsmenn í 100% starfi og einn starfsmaður kemur til að leysa af í undirbúning. 
Á deildinni eru 19 börn tveggja til þriggja ára. 

Steinunn Magnadóttir (í fæðingarorlofi) Deildarstjóri/leikskólakennari 82%
Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir B.Ed í leikskólakennarafræði 100%
Ásdís Jóhannesdóttir Tækniteiknari/leiðbeinandi 100%
Eygló Ída Gunnarsdóttir Leikskólakennari 60%
Ester Ösp Sigurðardóttir  P.Hd. í sálfræði 95%
Mariam Eradze Leiðbeinandi 100%

Um Merkistein

  • Leikskólinn opnar kl. 7:30 og lokar 16:30
  • Útivera er frá um kl 10 til um kl 11. Misjafnt eftir veðri, stundum förum við fyrr út og stundum seinna inn. 
  • Hádegismatur er kl 11:30 til ca. 12 og hvíld eftir það. 
  • Nónhressing kl 14:30 til 15:00

Á Merkisteini erum við með dyggðardýrið Lukku sem fer í heimsókn til barnana yfir helgi. Eftir helgina er lesið upp úr bók sem fylgir Lukku, þar skrá foreldrar hvað var gert með Lukku og setja inn nokkrar myndir. Börnin bíða spennt eftir að Lukka komi heim með þeim í heimsókn. 

Í hverri viku er eitt barn Stjarna vikunnar, þá koma börn með nokkrar myndir af sér í lífi og starfi. Börnin líma myndirnar á karton og segja kennara hvað er að gerast á hverri mynd. Kartonið er svo sett upp svo allir sjái og texti barnanna er undir myndunum. 
Í lok vikunnar má stjarna vikunnar svo koma með einn hlut að heiman til að sýna hinum börnunum. 

Merkisteinn vinnur með þemu í hverjum mánuði eins og liti, tölur, form, líkaminn, þulur og rím og sköpun. Unnið er með þemun yfir allt árið en í hverjum mánuði er aðaláherslan lögð á þema mánaðarins. Einnig er unnið með fjölmenningu og kynnumst við löndum barnanna sem eru á Merkisteini. Hvert land hefur sinn mánuð og þá skoðum við það helsta við menningu landsins, fána þess, finnum lag á tungumáli landsins og einhver orð. Einnig lita börnin löndin sín í fánalitum sem þau hengja svo upp á stóran hnött sem hangir upp á vegg. 

Börn læra heilmikið í gegnum frjálsa leikinn. Þau æfast í félagsfærni og læra meðal annars á samskipti og lífið almennt þegar þau útfæra aðstæður úr raunveruleikanum inn í leikinn. Í leiknum prófa þau sig áfram í aðstæðunum og læra þannig af þeim. 
Við leggjum mikið upp úr frjálsa leiknum og fá börnin nægan tíma til að uppgötva í gegnum leik. 

Á hverjum degi er sungið og bækur lesnar. Einnig erum við með samverur á morgnana sem eru afar fjölbreyttar. Í hverri samveru eru valdir tveir þjónar sem athuga hvernig veðrið er úti og láta hin börnin vita í hvaða útiföt best væri að fara í eftir veðrinu. Þau bjóða börnunum einnig ávexti í samverunni og eftir útiveru aðstoða þau kennara að ná í matinn og leggja á borðið. Þegar allt er klárt fyrir matinn bjóða þjónarnir börnunum að borða.

Í hópastarfi sem er á morgnanna frá um kl 9 er farið í vináttuverkefnið okkar með bangsanum Blæ, æft fínhreyfingar með ýmsum verkefnum, farið í allskonar málörvunarverkefni, kíkt í listaskálan og fleira sem kennurum og börnum detur í hug. 

Skipulag Merkisteins er þó ekki stíft og getur því breyst eftir dagsformi barna og annarra umhverfisþátta dag frá degi.

Prenta |