Brúðubílinn kom til okkar á framvöllinn í gær. Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar við eigum von á honum.
Við sátum á grasinu með öðrum leikskólum, Álftabæ og öðrum gestum og skemmtum okkur mikið. Við sáum leikrit um afmæli uglunnar og geiturnar þrjár og sungum svo með Lilla.
Hér eru nokkrar myndir. :)
Íþróttadagur
Í dag var íþróttadagur í frábæru veðri. Fyrir hádegi fóru Seljaland og Hlíðarhvammur á leikvöll Háaleitisskóla, gerðu jógaæfingar, fóru í fótbolta og hlupu og hoppuðu. Lækjarhvammur og Merkisteinn voru úti hjá leikskólanum og skiptust á að fara á stöðvar. Við settum upp sex stöðvar; leikfimistöð, körfuboltastöð, klifurstöð, fallhlífastöð, boltastöð og rennibrautarstöð. Börnin voru virkilega dugleg að æfa sig og fannst gaman.
Eftir hádegi fór eldri kjarninn út og skiptust á stöðvum. Þau voru líka með sex stöðvar; körfuboltastöð, hokkístöð, fallhlífastöð, rennibrautarstöð, boltastöð, og klifurstöð. Eldri börnin voru einnig mjög dugleg, hlupu mjög hratt og skemmtu sér ótrúlega vel.
Við getum því sagt að þessi dagur hafi heppnast einstaklega vel. :)
Today in this amazing weather, we had a sports day.
We had six stations and six groups of children for Merkisteinn and Lækjarhvammur. We had a basketball station, climbing station, ball station, light exercise station, rainbow parachute station and a slide station.
Meanwhile the older kids; Seljaland and Hlíðarhvammur went to the playground near Háaleitisskóli, they did some yoga, played football and did some exercises like jumping and running around.
After noon Seljaland and Hlíðarhvammur did the stations. They were also put in six groups and had six stations. Their stations were; basketball station, hockey station, ball station, slide station, rainbow parachute station and climbing station. They ran really fast, jumped around and had a really good time.
Enjoy the photos. :)
Skrúðganga í tilefni 17. júní
Í tilefni þess að 17. júní er á morgun þá fórum við í smá skrúðgöngu. Við fórum góðan hring í hverfinu og sungum m.a. ,,Hæ hó jibbí jey jibbí jey" ásamt öðrum lögum og veifuðu fánunum okkar.
Eftir skrúðgönguna fengum við svo grillaðar pylsur. 😃
Sýning leikskólahóps
Í síðustu viku bauð leikskólahópur foreldrum sínum og systkinum á sýningu.
Leikskólahópur er næst elsti árgangurinn á leikskólanum. Þau voru búin að æfa dans, söngatriði og leikrit til að sýna.
Þau léku leikrit um Regbogafiskinn, en það er saga eftir Marcus Pfister og þýdd yfir á íslensku af Valgerði Benediktsdóttur. Regbogafiskurinn var fallegasti fiskurinn í hafinu með glitrandi hreistur. Hinir fiskarnir vildu líka glitrandi hreistur og báðu hann um að gefa sér smá bút. Það vildi hann alls ekki og var dónalegur við hina fiskana. En að lokum gaf hann litlum fiski einn bút og svo hinum fiskunum einum af öðrum þangað til að allir fiskarnir höfðu glitrandi bút á sér. Eftir það voru allir fiskarnir í hafinu vinir.
Börnin bjuggu til flotta búninga og voru dugleg að segja sínar setningar í hljóðnema (sem var sko heldur betur sport).
Eftir leikritið sýndu þau dans við lagið Uno sem var Eurovision lagið frá Rússlandi í ár. Það var virkielga gaman að sjá hvað börnin voru dugleg og klár að dansa. Svo sungu þau nokkur lög.
Eftir það fengu foreldrarnir að skoða öll listaverkin sem börnin höfðu búið til í tengslum við hafið. Einnig höfðu þau bakað möffins daginn áður sem þau tóku svo með sér heim.