alftaborg logoLeikskólinn Álftaborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Tónlist
    • Starfsfólk
    • Hagnýtar upplýsingar
  • Áherslur leikskólans
    • Lífsleikni
    • Vináttuverkefni Barnaheilla
    • Umhverfismennt
    • Foreldrasamstarf
    • Læsi
  • Foreldrar
  • Myndir
  • Information
    • Íslenska – Icelandic
    • English – Enska
    • Polski – Pólska
    • Español – Spænska
    • Pусский – Rússneska
    • ภาษาไทย – Tælenska
    • Việt – Víetnamska
    • Filipino – Filippseyska
    • Shqiptar – Albanska
    • Cрпски/Srpski – Serbneska
    • العَرَبِيَّةُ – Arabíska
    • Lietuvių – Litháíska
    • Português – Portúgalska
Leikskólinn Álftaborg
21 Jún2010

Kurteisi

KURTEISI AFLAR VINÁTTU

Hvað er kurteisi?

Að vera kurteis er að sýna góða siði og vera háttprúður. Það er að taka tillit til annarra og vera vingjarnlegur. Kurteis framkoma gefur þeim, sem henni mæta, þá tilfinningu að þeir séu metnir, virtir og njóti umhyggju. Kurteisi er notuð þegar við viljum koma vel fyrir. Hún er nauðsynleg gagnvart öllum sem við umgöngumst, jafnt þeim sem við þekkjum ekki og þeim sem standa okkur næst. Að hlusta á aðra og grípa ekki fram í, sýnir að okkur þykir það sem aðrir hafa að segja þýðingarmikið og jafn mikilvægt og það sem við höfum að segja.

Hvers vegna eigum við að temja okkur kurteisi?

Þegar við sýnum kurteisi finnst fólki það vera mikilvæg og viðurkennt. Ef við sýnum kurteisi vilja aðrir vera nálægt okkur og hjálpa okkur. Með slíkri hegðun laðast aðrir að okkur. Mjög mikilvægt er að sýna foreldrum, kennurum, eldra fólki og vinum kurteisi. Þannig sýnum við þeim virðingu. Það getur verið móðgandi ef við sýnum ekki öðrum kurteisi í samskiptum. Ef við sýnum ekki tilfinningum annarra áhuga má líkja því við afskiptaleysi. Dónaleg hegðun er fráhrindandi og flestir forðast þá sem hana sýna.

Hvernig temjum við okkur kurteisi?

Við sýnum kurteisi með því að tala alltaf kurteislega við aðra. Í stað þess að grípa fram í fyrir öðrum bíðum við þolinmóð eftir að komast að og hlustum vel á það sem þeir segja. Við hugsum um hegðun okkar og notum orð eins og „fyrirgefðu“, „þökk fyrir“ og „gjörðu svo vel“ sem gefa til kynna að við metum hvert annað og látum okkur tilfinningar annarra varða. Við þökkum fyrir okkur og brosum þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir okkur. Við gætum þess alltaf að tala með viðeigandi raddstyrk miðað við aðstæður.

Prenta | Netfang

  • < Fyrri
  • Næsta >

Stefna og starfsáætlun

  • Starfsáætlun 2020-2021
  • Skólanámsskrá 2016
  • Skóladagatal 2020-2021

Áætlanir.

  • Viðbrögð við einelti
  • Röskun á starfi vegna óveðurs
  • Disruption of school operations
  • Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði

Leikskólinn Álftaborg | Safamýri 30 | 108 Reykjavík | s: 411 3170 | alftaborg@rvkskolar.is  |
loginInnskráning