Vinsemd

Hvað er vinsemd?

Vinsemd er að láta sig varða velferð annarra. Með vinsemd sýnum við að okkur er annt um aðra sem á vegi okkar verða; fólk, dýr og allt okkar umhverfi. Vinsemd felur í sér að við berum umhyggju fyrir okkur sjálfum sem og öðrum. Við viljum gleðja fólk og sýna þeim döpru og hjálparlausu kærleika.

Hvers vegna eigum við að temja okkur vinsemd?

Án vinsemdar myndum við ekki hlusta þegar fólk eða dýr þarfnast hjálpar. Við værum upptekin af okkur sjálfum. Heimurinn yrði einmanalegur án vinsemdar. Þegar við réttum hvort öðru höndina í vinsemd, verður það báðum til góðs. Vinsemd færir allt til betri vegar fyrir okkur öll.

Hvernig temjum við okkur vinsemd?

Við tökum vel eftir öllu í kringum okkur, hvort eitthvað eða einhver þarfnast umhyggju. Við notum hugmyndaflugið til að finna út hvernig við getum glatt aðra; foreldra okkar, börn, vini, systkini og jafnvel fólk sem við þekkjum lítið sem ekkert. Við viðurkennum þá sem eru á einhvern hátt öðruvísi en við. Við reynum að finna hvaða venjur okkar eru umhverfinu til ama og leiðinda og hverjar leiða til góðs og velja þær sem fela í sér meiri vinsemd. Þegar við stöndum andspænis þeirri freistingu að vera andstyggileg, grimm eða stríðin, skulum við ákveða að láta það ekki ná yfirhöndinni. Ef við viljum þjálfa okkur í að sýna vinsemd er gott að gera það með því að hugsa sérstaklega vel um dýrin.

Prenta |