alftaborg logoLeikskólinn Álftaborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Tónlist
    • Starfsfólk
    • Hagnýtar upplýsingar
  • Áherslur leikskólans
    • Lífsleikni
    • Vináttuverkefni Barnaheilla
    • Umhverfismennt
    • Foreldrasamstarf
    • Læsi
  • Foreldrar
  • Myndir
  • Information
    • Íslenska – Icelandic
    • English – Enska
    • Polski – Pólska
    • Español – Spænska
    • Pусский – Rússneska
    • ภาษาไทย – Tælenska
    • Việt – Víetnamska
    • Filipino – Filippseyska
    • Shqiptar – Albanska
    • Cрпски/Srpski – Serbneska
    • العَرَبِيَّةُ – Arabíska
    • Lietuvių – Litháíska
    • Português – Portúgalska
Leikskólinn Álftaborg
20 Apr 2009

Lífsleikni

vinatreVinahringur: Öll börn og starfsmenn stimpluðu og klipptu út hendur sínar, einn litur fyrir hverja deild. Þessi vinahringur táknar upphaf lífsleiknistarfsins í skólanum og minnir okkur daglega á þá dygð sem unnið er með.Haustið 2008 hófum við vinnu með Lífsleikni. Það  námsefni sem við leggjum til grundvallar vinnu okkar, var unnið í þróunarstarfi í þremur leikskólum á Akureyri. Við leggjum áherslu á að gera verkefnið okkar.

Lífsleiknikennslan er byggð upp á 12 dygðum. Ábyrgð, áreiðanleika, glaðværð, hjálpsemi, hófsemi, hugrekki, kurteisi, samkennd, sköpunargleði, vinsemd, virðingu og þolinmæði.

Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er lögð áhersla á að efla lífsleikni meðal leikskólabarna. Þar kemur fram ,,að lífsleikni byggist á alhliða þroska barns, færni þess til samskipta, rökrænni tjáningu og því að bera virðingu fyrir umhverfi sínu". Í leikskóla er mikilvægt að efla lífsleikni barna með því að rækta alla þroskaþætti þeirra. Segja má að lífsleikni sé það að vera ,,leikinn í lífinu“ m.a. að vera félagslega læs, að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, að virða reglur samfélagsins, sýna tillitssemi og bera ábyrgð á sjálfum sér. Við viljum kenna börnunum að vera við stjórnvölin í eigin lífi.

Lífsleiknin er byggð á siðferðilegum grunni og miðar að því að efla félags- og tilfinningagreind barna. Félags- og tilfinningagreind barna er í mótun öll bernskuárin og rannsóknir benda til að grunnurinn sé lagður á fyrstu árum þess. Því er mikilvægt að byrja snemma að hlúa að og efla þá þætti hjá einstaklingnum.

Með lífsleiknikennslunni fá börnin tækifæri til að velta fyrir sér siðferðilegum spurningum og að taka ákvarðanir út frá siðfræðilegum rökum við raunverulegar aðstæður. Meðal annars setja þau sig í spor annarra, skoða málin út frá fleiru en einu sjónarhorni og velta upp hugmyndum um hvað er rétt og hvað er rangt.

  • Markmið barnanna
  • Foreldraboðorð
  • Vinsemd
  • Hjálpsemi
  • Virðing
  • Glaðværð
  • Kurteisi
  • Hugrekki
  • Þolinmæði
  • Sköpunargleði
  • Ábyrgð
  • Samkennd
  • Áræðanleiki
  • Hófsemi

Prenta | Netfang

  • < Fyrri
  • Næsta >

Stefna og starfsáætlun

  • Starfsáætlun 2020-2021
  • Skólanámsskrá 2016
  • Skóladagatal 2020-2021

Áætlanir.

  • Viðbrögð við einelti
  • Röskun á starfi vegna óveðurs
  • Disruption of school operations
  • Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði

Leikskólinn Álftaborg | Safamýri 30 | 108 Reykjavík | s: 411 3170 | alftaborg@rvkskolar.is  |
loginInnskráning