Harpa tilnefnd til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi

Harpa 2Harpa Brynjarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og staðgengill leikskólastjóra var tilnefnd til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi. 

Markmiðið með stjórnunarverðlaununum er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Stjórnendur eru tilnefndir og fer dómnefnd síðan yfir öll gögnin og birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga. 


Ekki er mikið um það að stjórnendur í skólageiranum séu tilnefndir en til gamans má geta að í ár eru tvær tilnefndar úr leikskólageiranum. 

Við erum stolt af Hörpu okkar og óskum henni hjartanlega til hamingju! 


Hér er frétt af tilnefningunni á reykjavik.is 

Prenta |