Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og börn!

Börnin á Merkisteini bjuggu til skemmtilegar gjafir fyrir foreldra sína til að gefa í jólagjöf. Við fylgdum sköpunar þemanu okkar í hvívetna og leyfðum börnunum alfarið að skapa það sem þeim langaði og úr þeim efnivið sem þeim fannst áhugaverður. 

Börnin voru spurð hvað þeim langaði að búa til fyrir mömmu og pabba og hvaða efnivið þau gætu notað til að búa það til. Yngstu börnin voru ekki með neina sérstaka hugmynd fyrir fram en völdu þann efnivið sem þau vildu nota. Flest eldri börnin fengu ákveðna hugmynd sem þau unnu svo úr. 

Með gjöfinni fengu foreldrar svo jólakort með QR kóða. Þegar kóðinn var skannaður opnaðist Sway vefsíða þar sem foreldrar gátu skoðað myndir af börnunum sínum. Bæði myndir af ferli gjafanna og aðrar myndir frá daglegu lífi í desember. 

Prenta |