Heimsókn frá Frakklandi

Í dag fengum við 6 kennara frá Frakklandi í heimsókn til okkar. Skólinn, MFR Domaine de la saulsaie (Rural Family House), sem þau koma frá er um 35km frá Lyon. Þau komu til íslands til að skoða nokkra skóla, þar á meðal okkar. Þau eru að taka þátt í Erasmus verkefni en í lok nóvember munu ellefu kennaranemar koma frá þeim til íslands í starfsþjálfun og munum við taka á móti þremur - með fyrirvara um hvernig Covid þróast. 

Nemarnir munu vera hjá okkur í þrjár vikur og gera ýmis verkefni með börnunum ásamt því að sjá hvernig við störfum og læra af okkur. 

Það er alltaf gaman að heyra frá öðrum kennurum og verður spennandi að taka á móti nemunum. 


We had a visit today from France. Six teachers came to look at our school. But because of Covid they only got to be outside and look inside the windows. Their school, MFR Domaine de la saulsaie (Rural Family House), is about 35 km from the city Lyon. The teachers came to Iceland to look at some schools as a part of their Erasmus project. Eleven student interns will come to Iceland at the end of November (if Covid allows) and be here for three weeks. We will receive three students that will observe our teaching and work with the kids.

Prenta |