Jólaleikrit

Dúó Stemma kom til okkar í dag. Þau sýndu okkur jólaleikrit og sungu og spiluðu á allskonar hljóðfæri. Dúó Stemma eru hjónin Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Þau eru með ýmis hljóðfæri til að túlka mismunandi hljóð og eru mörg hljóðfærin búin til úr verðlausu efni. Þau sýndu leikrit og nota hljóðfærin til að hjálpa sér við að koma leikritinu til skila. Einnig sungum við jólalög saman. Virkilega gaman að fá þau í heimsókn en þau voru í boði foreldrafélagsins. Takk fyrir okkur!

Prenta |