Útskrift elsta árgangsins

Fimmtudaginn 18. maí útskrifuðum við 26 börn. Börnin sýndu leikrit um vináttu sem þau sömdu sjálf í tilefni útskriftarinnar og sýndu dans sem Sandra kennari samdi fyrir þau. Einnig sungu þau lög eftir Ólöf Gauk Símonarson sem þau fluttu í Hörpu á barnamenningarhátíðinni. Það er óhætt að segja að börnin eigi framtíðina fyrir sér.  Því næst fengu börnin afhent útskriftarskjal, bók með verkefnum sínum og rós. Í tilefni dagsins buðu foreldrar til veislu og héldu allir sælir og kátir heim að loknum yndislegum degi. 

Prenta |