Vísindamenn

Mánudaginn 20. mars voru börnin í leikskólahóp á Seljalandi og Hlíðarhvammi að leika vísindamenn og gera tilraunir. Í fyrri tilrauninni var notast við 2 L kók, heilum pakka af mentos og heimagerðri eldflaug. Þegar að pakkanum af mentosinu var helt í kókið átti að myndast það mikill goskraftur að eldflaugin myndi skjótast upp í loft. En því miður eins og oft með tilraunir tókst hún ekki alveg. Börnunum fannst þetta þó mjög skemmtilegt og fylgdust spennt með. 

Í seinni tilrauninni var notast við tómar litlar gosflöskur, matarsóda, blöðrur og borðedik. Fyrst settum við matarsóda í blöðrurnar og borðedik í flöskurnar. Svo settum við blöðrurnar á stútinn á flöskunni og lyftum blöðruni upp svo að matarsódinn myndi hellast í flöskuna og blandast við borðedikið. Þegar þessi tvö efni blandast saman myndast ákveðinn kraftur eða koldíoxíð sem fyllir fyrst upp í flöskuna og blæs svo blöðruna upp. 

Börnunum fannst þetta einstaklega skemmtilegt og spennandi. 

 
20.03.17 003
Prenta |