Dagur íslenskrar tungu og afmæli Álftaborgar

Í tilefni af degi íslenskrar tungu komu nemendur úr 4. bekk til að lesa fyrir börnin. Börnunum fannst mjög gaman að hlusta á bækurnar sem nemendurnir komu með. Í nemendahópnum voru nokkur eldri systkini barnanna og fengu þau að lesa fyrir yngri systkini sín.  

Í dag héldum við einnig upp á 48 ára afmæli Álftaborgar og var pylsuveisla í tilefni þess. Við vorum einnig með samveru þar sem við sungum afmælissönginn fyrir Álftaborg og "Á íslensku má alltaf finna svar". Svo brugðu starfsmenn á leik og léku Rauðhettu og úlfinn fyrir börnin. Það fannst börnunum einstaklega skemmtilegt og fyndið. :)

Hér er myndband af afmælissöngnum.

Hér má svo skoða fleiri myndir frá deginum. 

Prenta |