Vináttuverkefni Barnaheilla

Við vinnum með vináttuverkefni Barnaheilla en þar er bangsinn Blær í aðalhlutverki.
Hvert barn í leikskólanum á sinn bangsa sem er merktur þeim. Barnið getur auðveldlega nálgast bangsann sinn þegar þau þurfa á honum að halda. Blær er hugsaður sem vinur í raun sem huggar, styður og veitir öryggi. 

Á hverri deild eru Blæ-stundir a.m.k. einu sinni í viku. Þar er rætt um vináttu, að setja öðrum mörk og hvernig við getum öll verið góð hvert við annað og hjálpast að við að vera vinir. Við skoðum myndaspjöld með ýmsum félagslegum aðstæðum þar sem börnin finna lausnir á vandanum t.d. hvernig geta hin börnin hjálpað þeim sem líður illa / verið er að stríða o.fl. Þau læra að hjálpa hvert öðru og þeim sem líður illa / verið er að stríða, að vera ekki þegjandi áhorfandi heldur að grípa inn í eða sækja hjálp. Blær er alltaf með okkur í þessum stundum og hjálpar okkur að finna lausnir og er góð fyrirmynd.

Með verkefninu fylgir einnig tónlist, dæmisögur og nuddsögur. Börnin hlusta, syngja og dansa með tónlistinni og nudda hvert annað á meðan kennarinn les nuddsögur. 

Kynningarmyndband um vináttu frá Barnaheill

Prenta |