alftaborg logoLeikskólinn Álftaborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Tónlist
    • Starfsfólk
    • Hagnýtar upplýsingar
  • Áherslur leikskólans
    • Lífsleikni
    • Vináttuverkefni Barnaheilla
    • Umhverfismennt
    • Foreldrasamstarf
    • Læsi
  • Foreldrar
  • Myndir
  • Information
    • Íslenska – Icelandic
    • English – Enska
    • Polski – Pólska
    • Español – Spænska
    • Pусский – Rússneska
    • ภาษาไทย – Tælenska
    • Việt – Víetnamska
    • Filipino – Filippseyska
    • Shqiptar – Albanska
    • Cрпски/Srpski – Serbneska
    • العَرَبِيَّةُ – Arabíska
    • Lietuvių – Litháíska
    • Português – Portúgalska
Leikskólinn Álftaborg
21 Jún2010

Glaðværð

Hvers vegna eigum við að temja okkur glaðværð?

Ef við erum glaðvær erum við í betra jafnvægi til að takast á við erfiðleika lífsins og tilverunnar og einnig það sem gengur vel. Þegar allt gengur vel líður okkur vel innra með okkur, en þegar miður gengur líður okkur illa. Glaðværðin minnkar sveiflurnar milli sársauka og ánægju sem verða af því í skaplyndi okkar. Glaðværðin dregur úr áhyggjum okkar og gerir alla erfiðleika minni. Glaðværðin getur hjálpað okkur í gegnum erfiða tíma því við getum sjálf kallað hana fram með jákvæðri hugsun.

Hvað er glaðværð?

Gleði er inni í okkur öllum og sprettur af þeirri tilfinningu að finna gagnkvæma elsku og umhyggju annarra. Gleðin kemur þegar við finnum að við erum að gera rétt. Sá sem er glaðvær er öðrum gleðigjafi og léttir þeim lífið.

Hvernig temjum við okkur glaðværð?

Við gerum allt sem við tökum okkur fyrir hendur með glöðu hjarta. Leyfum ekki neikvæðum hugsunum að komast að. Njótum góðu hlutanna sem gerast. Þegar erfiðleikar steðja að leyfum þá áhyggjunum og sorginni að koma en leyfum þeim líka að fara. Hugsum jákvætt um allt sem gerist og reynum að læra af því og horfa á björtu hliðarnar. Verum glöð og leyfum kímnigáfunni að njóta sín. Hlátur er hollur fyrir sálina og eflir glaðværðina.

Prenta | Netfang

  • < Fyrri
  • Næsta >

Stefna og starfsáætlun

  • Starfsáætlun 2020-2021
  • Skólanámsskrá 2016
  • Skóladagatal 2020-2021

Áætlanir.

  • Viðbrögð við einelti
  • Röskun á starfi vegna óveðurs
  • Disruption of school operations
  • Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði

Leikskólinn Álftaborg | Safamýri 30 | 108 Reykjavík | s: 411 3170 | alftaborg@rvkskolar.is  |
loginInnskráning