Læsi

Með læsi er unnið á gagnrýnan hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn. Í víðtækri merkingu er einnig unnið með læsi á umhverfi, hegðun og aðstæður. 

Daglega er lesið fyrir og með börnunum í stórum og/eða minni hópum. Hugað er vel að því að lesa bækur sem henta aldri barnanna og að hafa innihaldið sem fjölbreyttast og að það mismuni ekki kynjum eða hópum. Ýtt er undir ímyndunarafl barnanna, vangaveltur og umræður sem þroska málskilning og hæfileika til að hugsa og eiga samskipti. Í samverustund á morgnana er farið yfir dagskipulagið, veðrið (veðurfræðingar), klæðnað ofl.

Mikilvægt er að samskipti og þátttaka kennarans í daglegu starfi sé á forsendum barnsins og að virk hlustun sé notuð og barnið sé hvatt til frásagnar og sköpunar. „Gefðu tíu“ er notað á hverri deild með börnum af erlendu bergi en nýtist vel öllum börnum. Samræður og samskipti um tilfinningar, líðan og upplifun auka líkur á að barnið geti þróað með sér læsi á eigin tilfinningar og annarra.

Mikilvægt er að lesa,segja sögur,fara með og læra þulur,söngtexta, rím og orðasamsetningar. K-PALS er unnið með elsta árganginum en það námsefni eflir hljóðkerfisvitund barnanna. Unnið er með hljóð stafanna og börnin læra að tengja hljóðin saman til lesturs.

Mikilvægt er að hafa hvetjandi, markvisst og sýnilegt ritmálsumhverfi. Þannig fylgjast börnin betur með öðrum og prófa sig áfram. Börnin læra að skilja og átta sig á hvaða tilgangi bókstafir og orð gegna. Hlutir og verk barnanna eru merkt og sýnileg og sögur þeirra skráðar. Þau skrifa stafinn sinn sem og aðra stafi og hafa frjálsan aðgang að þeim verkefnum hvenær sem er.

Börnin hafa gott aðgengi að bókum og lögð er áhersla á að innihald þeirra mismuni ekki kynjum eð hópum. Sögur þeirra eru skráðar og fara börnin heim með bækur og skrá niður með foreldrum sínum atburði, reynslu og upplifun. Frjálst aðgengi er að litum, blöðum, skærum, leir og öðrum efnivið.


Prenta |