Lækjahvammur ræddi um eldfjöll í síðustu viku. Við skoðuðum nýtt hraun ásamt myndum og myndböndum af eldstöðvunum í Geldingadal. Við bjuggum til eldfjall í sandkassanum og blönduðum þar saman matarsóda og ediki til að láta það gjósa. Loks fengu krakkarnir að búa til sín eigin eldfjöll.
Listabörn á Merkisteini
Þau börn sem völdu að vera í listaskála um daginn fengu að mála á pappa sem við hengdum upp á vegginn. Það getur verið allt öðruvísi að mála standandi heldur en sitjandi.
Hér getið þið séð afraksturinn. :)
Harpa tilnefnd til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi
Harpa Brynjarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og staðgengill leikskólastjóra var tilnefnd til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi.
Markmiðið með stjórnunarverðlaununum er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Stjórnendur eru tilnefndir og fer dómnefnd síðan yfir öll gögnin og birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Ekki er mikið um það að stjórnendur í skólageiranum séu tilnefndir en til gamans má geta að í ár eru tvær tilnefndar úr leikskólageiranum.
Við erum stolt af Hörpu okkar og óskum henni hjartanlega til hamingju!
Hér er frétt af tilnefningunni á reykjavik.is
Tröll og lím
Lækjarhvammur hefur verið að vinna með tröllaþema undanfarið og enduðu á því að gera sjálf tröllinn. Þau hafa unnið með ólíkan efnivið en að sjálfsögðu urðu steinar fyrir valinu fyrir tröllin.
Hvert barn bjó til sitt eigið tröll og var vinnan og útkoman virkilega skemmtileg.
Einnig hafa þau verið að mála mikið með vatnslitum og æfa sig að líma tappa á karton.