Í ár leggjum við áherslu á sjálfbærni og endurnýtingu í umhverfismennt. Í tengslum við menntastefnu Reykjavíkurborgar vinnum við með sköpun og fékk þróunarverkefnið okkar heitið „Á okkar hátt“. Lækjarhvammur tengdi þessa tvo þætti saman, þegar þau léku með ljósaborð. Á ljósaborðið notuðu þau alls konar efnivið og í gegnum leikinn var unnið með liti og form.
Gátlisti og tafla
Hér er komin tafla til að hjálpa okkur að meta hvort veikindi séu Covid-19 eða bara „heiðarlegt kvef“.
Varðandi börn á leikskólaaldri er gott að fara eftir þessum gátlista:
Barn á ekki að koma í leikskólann ef:
- Barnið er með hita.
- Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.
- Barnið er í sóttkví, einangrun eða beðið er niðurstöðu sýnatöku.
Veikindi leikskólabarna:
- Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.
- Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.
Um sóttkví leikskólabarna:
Börn fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsfólks eða smitrakningarteymis ef þau hafa verið í tengslum við aðra,
óháð aldri þeirra, sem greindir hafa verið með smit eða grun um smit.
Börn sem ekki hafa þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví,
þarf allt heimilið, þ.m.t barnið, að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til.
Lengd sóttkvíar er ákvörðuð af smitrakningateymi eða heilbrigðisstarfsfólki.
Leitið ráðgjafar hjá heilsugæslu,
- Ef vafi leikur á því hvort barnið ætti að fara í leikskólann.·
- Til að fá nánari upplýsingar um einkenni, eða lengd sóttkvíar
Kynning á leikskólanum
Margmiðlunarverið Mixtura bjó til kynningarmyndbönd um alla leikskóla í Reykjavík.
Hér er okkar myndband.
Leikskólinn Álftaborg from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.
Sumarlokun
Nú er síðasti dagur hjá okkur fyrir sumarlokun.
Að því tilefni grilluðum við pylsur og fengum ís í eftirrétt.
Við ætlum líka að halda samveru á sal og syngja fyrir öll júlí afmælisbörnin og dansa saman.