Orðsporið eru hvatningaverðlaun sem veitt eru árlega á degi leikskólans.
Á ráðstefnu RannUng í tilefni degi leikskólans tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að allir leikskólar landsins fái Orðsporið 2021 fyrir framúrskarandi starf við að halda uppi öflugu og metnaðarfullu leikskólastarfi á erfiðum tímum heimsfaraldurs.
Orðsporið er viðurkenning sem veitt er þeim sem hafa unnið að áhugaverðu verkefni í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.
Orðsporið er að þessu sinni veitt í áttunda sinn en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2013.
Holukubbar
Leikskólinn keypti holukubba fyrir áramót og fengum við þá afhenda í vikunni. Holukubbar eru virkilega skemmtilegir og bjóða upp á ýmsan möguleika í hlutverkaleik og í byggingum. Holukubbarnir eru holir að innan og eru byggðir í sömu hlutföllum og einingakubbarnir.
Við erum virkilega spennt fyrir þessum kubbum eins og sjá má á þessum myndum.
Tröllaþema
Á Lækjarhvammi er verið að vinna með tröllaþema. Bækur um tröll eru lesnar og skoðaðar og börnin búa til tröll úr allskyns efniviði. Hér á myndinni sjáum við teikningar af tröllum frá 2017 árganginum.
Álftaborg 53 ára
Í dag á Álftaborg afmæli en fyrir 53 árum eða árið 1966 opnaði leikskólinn.
Í tilefni dagsins sungum við afmælissöngin fyrir leikskólann og fengum girnilega og safaríka ávexti í kaffitímanum; vínber, ananas, melónu og mandarínur. Í eftirrétt fengum við svo frostpinna, það var nú ekki leiðinlegt.
Börnin á Seljalandi bjuggu einnig til afmæliskort fyrir leikskólann.
Á meðal starfsmanna okkar eru tveir tímastarfsmenn sem voru í gömlu Álftaborg þegar þau voru lítil. Annar starfsmaðurinn, hún Sandra okkar, á enn Álftaborgarbol sem hún fékk þegar hún var í leikskólanum og kom í honum í dag. Þetta fannst börnunum virkilega áhugavert. :)