Sumarhátíð

Í síðustu viku vorum við með sumarhátíð í frábæru veðri. Hátíðin tókst ótrúlega vel en við byrjuðum á því að hafa stöðvavinnu. Við vorum með sápukúlustöð, pensla og vatnsstöð, boltastöð og málningastöð. Börnin fengu að hlaupa frjálst á milli og prufa það sem þau vildu. 

Leikhópurinn Lotta kom svo í heimsókn og sló í gegn með leiksýninguna um Litlu gulu hænuna. Bæði börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega. 

Eftir leikritið voru svo grillaðar pylsur og capri sun. Eldri börnin héldu svo áfram að leika sér á meðan yngstu börnin fór inn í hvíld. Elstu börnin buðu svo börnunum sem ekki voru sofandi að horfa á bíó með sér í salnum. Það var mjög kósý. 

Í kaffinu fengu svo allir frostpinna og svo var leikið meira úti. í lok dags fengu allir krítarpakka að gjöf heim með sér. Sannkallaður veisludagur. 

Við viljum þakka foreldrafélaginu einstaklega vel fyrir þennan frábæra dag!

Sjá myndir fyrir neðan. 

 

Prenta |