Á Seljalandi er verið að vinna meira og meira með verðlaust efni. Með því að vinna með verðlaust efni eflist skapandi hugsun í leik og sköpun. Það er mjög áhugavert að sjá hvað þau búa til úr verðlausu efni fyrir leikinn sinn og heyra söguna á bakið við hlutina. Einnig var gaman að fylgjast með þeim þegar þau bjuggu til sögur um efniviðinn og léku saman. Seljaland ætlar að halda áfram að vinna með verðlaust efni og hafa það í vali fyrir börnin.