Myndlistaskóli Reykjavíkur

Skólahópurinn hjá okkur var svo heppinn að vera valinn til þess að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur á þessari önn. Myndlistaskólinn er í JL-húsinu úti á Granda og þurfum við því að ferðast þangað með strætó. Um er að ræða sex vikna námskeið þar sem börnin fá kennslu á hinum ýmsu sviðum myndlistarinnar og eru okkar tímar alltaf eftir hádegi á mánudögum.

Skólahóp er skipt upp í þrjá hópa og skiptast hóparnir á að fara í tíma hjá ólíkum kennurum sem hafa allir sínar áherslur. Börnin eru kynnt fyrir ákveðnum aðferðum og sýndur ýmiskonar innblástur, sem þau útfæra svo á sinn hátt hverju sinni.
Hingað til hafa börnin til dæmis fengið að vinna með leir, málað allskonar listaverk og föndrað köngulær úr svömpum.

Þessar heimsóknir eru mjög kærkomnar og góð viðbót við það starf sem unnið er á leikskólanum þar sem sköpun er ein af aðal áherslum leikskólans þetta skólaárið 😊

Prenta |