Listaverk úr leir

Þema febrúar mánaðar á Merkisteini er sköpun og því eru börnin byrjuð að búa til listaverk. 
Grunnurinn af listaverkinu er leir en svo fer eftir hverju og einu barni hvaða viðbótar efniviður er notaður. Börnin eru spurð hvað þau vilja búa til og hvort þau vilji nota leir, ef þau vilja ekki nota leirin þá er þeim frjálst að finna annan efnivið. Við vinnum útfrá sýn barnanna og hvernig þau vilja vinna verkið sitt. 

Vinnan er nýhafin og tekur mismikinn tíma og ekki hafa öll börn náð að byrja á sínu listaverki. Við munum dunda okkur við listaverkin út mánuðinn eða eins lengi og þau vilja. 

Þau börn sem eru byrjuð á sínu listaverki hafa verið að búa til tómat, fótbolta, hund, kisu, sófa og fiðrildi. Að búa til svona listaverk æfir börnin einnig í þolinmæði en þegar þau hafa lokið vinnunni með leirin þurfa þau að bíða eftir að leirinn þorni áður en þau gera meira, eins þarf að bíða eftir að málningin eða límið þorni. 

Börnin eru spennt og það er virkilega gaman að fylgjast með vinnu þeirra og áhuga. 

Prenta |