Orðsporið 2021

Orðsporið eru hvatningaverðlaun sem veitt eru árlega á degi leikskólans. 

Á ráðstefnu RannUng í tilefni degi leikskólans tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að allir leikskólar landsins fái Orðsporið 2021 fyrir framúrskarandi starf við að halda uppi öflugu og metnaðarfullu leikskólastarfi á erfiðum tímum heimsfaraldurs.

Orðsporið er viðurkenning sem veitt er þeim sem hafa unnið að áhugaverðu verkefni í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.
Orðsporið er að þessu sinni veitt í áttunda sinn en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2013.

Prenta |