Í dag á Álftaborg afmæli en fyrir 53 árum eða árið 1966 opnaði leikskólinn.
Í tilefni dagsins sungum við afmælissöngin fyrir leikskólann og fengum girnilega og safaríka ávexti í kaffitímanum; vínber, ananas, melónu og mandarínur. Í eftirrétt fengum við svo frostpinna, það var nú ekki leiðinlegt.
Börnin á Seljalandi bjuggu einnig til afmæliskort fyrir leikskólann.
Á meðal starfsmanna okkar eru tveir tímastarfsmenn sem voru í gömlu Álftaborg þegar þau voru lítil. Annar starfsmaðurinn, hún Sandra okkar, á enn Álftaborgarbol sem hún fékk þegar hún var í leikskólanum og kom í honum í dag. Þetta fannst börnunum virkilega áhugavert. :)
12 Jan 2021