Ísland er landið sem ungan þig dreymir

Í nóvember lærðu börnin á Hlíðarhvammi um Ísland. Þetta var virkilega skemmtileg vinna og lærðu börnin það helsta um Ísland eins og helstu fjöll, jökla og stærstu ár og vötn landsins. Einnig lærðu þau það helsta um Reykjavík, skoðuðu myndir af skjaldamerkinu, forsetanum okkar og merkum byggingum ásamt öðru. 
Börnin sungu vel valin íslensk lög og lærðu erfiða gamla íslenska þulu og ræddu um lífið í gamla daga. 

Hér koma gullkorn úr umræðum:

Þegar börnin skoðuðu myndir af skjaldamerki Íslands og voru spurð hvað þetta væri þá stóð ekki á svörunum. ,,Vinnan hans Víðis". Það sést hvaða áhrif Covid hefur 😉

Börnin voru einnig spurð hver væri forseti Íslands. Eitt barn svaraði:
   - Dagur B. Eggertsson!
Mjög gott gísk, en hann er borgarstjórinn okkar í Reykjavík. Einhver annar?
  - Ég veit, Donald Trump. 
  - Nei !! Hann er löngu búinn að tapa. Núna er það Biden !

Allir greinilega vel upplýstir en enginn mundi eftir Guðna. 😃

Hér koma svo myndir af listaverkum barnanna. Þau bjuggu til eldfjöll úr trölladegi og máluðu myndir af því helsta sem tengist Íslandi. 

Prenta |