Það var heldur betur fjör hjá okkur á föstudaginn þegar við héldum upp á hrekkjavöku. Allir komu í búning og voru spennt fyrir deginum. Við höfðum ákveðið að gera daginn einstaklega góðan og skemmtilegan 😀
Þegar eldri kjarninn mætti tók á móti þeim hryllileg norn og vel skreytt andyri. Það vakti mikla lukku. Yngri systkini sem eru á yngri kjarnanum leist þó ekki á nornina og voru fegin að það var engin svona hryllileg persóna á yngri kjarnanum. Þar var skreytingum stillt í hóf.
Þennan dag var einnig veisludagur og því var pítsa í matinn. Við fengum svo líka snakk og hrekkjavöku oreokex. Foreldrafélagið bauð svo upp á mandarínur, melónur og blöðrur. Takk foreldrafélag fyrir að aðstoða okkur að gera daginn einstakann fyrir börnin!
Endilega skoðið myndirnar 😉
03 Nóv2020