Alþjóðlegi bangsadagurinn

Í dag knúsum við bangsana okkar mikið.Bangsarnir meiga leika með okkur, hvíla sig með okkur og dansa með okkur. Börnunum fannst mjög gaman að koma með bangsana sína og sjá bangsa vina sinna. 😊

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

En vitið þið af hverju það er alþjóðadagur bangsa?

Dagurinn er alltaf á afmælisdegi fyrrverandi forseta Bandaríkjana, Theodore Rossevelt. En í nóvember 1902 var honum boðið í veiðiferð. Takmarkið var að veiða birni. Þegar að allir höfðu veitt birni nema Roosevelt, hafði aðstoðamaður hans áhyggjur. Hann náði því birni og batt hann við tré svo að Roosevelt gæti skotið hann. Þegar að Roosevelt kom að birninum fannst honum þetta ekki íþróttamannslegt og vildi að birninum yrði sleppt. 
Þetta fannst fólki merkilegt og rataði þetta fljótlega í öll fréttablöð. Skopmyndateiknarinn Clifford Berryman ákvað að gera grín af forsetanum með því að teikna lítinn og meinlausan björn við hlið forsetans. Hjónin Morris Michtom og Rose framleiddu leikföng og þegar þau sáu myndina ákváðu þau að búa til björn sem yrði tileinkaður Roosevelt. Eftir að hafa fengið leyfi frá forsetanum, var bangsinn nefndur Teddy's bear.

Hér fyrir neðan er endurgerð af upprunalega bangsanum og skopmyndin.

Prenta |