Kæru foreldrar og börn, hafið það gott í sumarfríinu. Við sjáumst hress og kát aftur fimmtudaginn 11. ágúst.
04 Júl2016
Tónlistaratriði
Í dag fengum við góða heimsókn í leikskólann. Íva og Sigrún komu og sungu og spiluðu á gítar og hljómborð fyrir okkur. Það var mjög gaman og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
30 Jún2016
Þrennir tvíburar
Í vetur voru þrennir tvíburar í Álftaborg. :)
-Hervör, Brynja, Krista, Kasper, Halldóra og Hrönn.-
23 Jún2016
Ventus bras
Ventus bras kom til okkar í dag. Þetta er hljómsveit sem samanstendur af ungu fólki sem spila öll á blásturshljóðfæri. Þau spiluðu nokkur skemmtileg lög fyrir okkur og fræddu okkur heilmikið um hljóðfærin. Bæði hvað þau hétu og hvernig þau virkuðu. Svo sýndu þau okkur hvernig væri að spila á garðslöngu og trekt. Þetta var mjög skemmtilegt.