Leikskólastarf

Á eldri deildunum Seljalandi og Hlíðarhvammi er val og hópastarf.  Valið er tvisvar á dag og hópastarf þrjá daga í viku. Deildirnar skipta með sér sal og kubbasvæði. Tvær listasmiðjur eru og skiptast deildirnar á að nota þær. Börnin fara út einu sinni á dag. Börnin á Merkisteini og  Lækjarhvammi fara út fyrir hádegi og Seljaland og Hlíðarhvammur eftir hádegi.

Prenta | Netfang

Hópastarf

Börnum er skipt í hópa eftir aldri. A.m.k. þrisvar sinnum í viku fer hver hópur í hópastarf. Þar eru lögð fyrir hópinn fyrir fram ákveðin verkefni sem hæfa aldri og þroska barnanna.   Hér fer fram mikil vinna við hina ýmsu námsþætti sem allir tvinnast saman.  Vinnan í hópastarfinu tekur líka markvisst á félagsþroska barna og örvar félagsvitund þeirra. Að vinna í jafningjahópi  við margvísleg verkefni tekur á  öllum þroskaþáttum.

Prenta | Netfang

  • 1
  • 2