Kaffi kósý

Það er hefð hjá okkur í desember að hafa kaffi kósý í eina viku. Þá breytum við Seljalandi í kaffihús, skreytum borðin með jóladúkum, seríum og batterískertum og spilum jólatónlist. Börnin fá einnig jólahúfur á höfuðið. Svo kemur einn hópur af hverri deild á kaffihúsið í einu. Börnin fá heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í boði foreldrafélagsins. Þessi hefð er í uppáhaldi hjá mörgum. :)

Prenta |