Norsk heimsókn

Föstudaginn 16. september komu leikskólakennarar og starfsmenn frá leikskólanum Havnebakken í Noregi í heimsókn til okkar. Þau komu til að skoða leikskólann og kynna sér starfsemi okkar. Elstu börnin bjuggu til íslenska fánan til að gefa gestunum og afhendu hverju og einu þeirra ásamt að bjóða þau velkomin á íslensku. Norsku gestirnir fengu svo að skoða leikskólann og kíkja inn á hverja deild fyrir sig og kynna sér starfið. Við hittumst svo öll á sal og sungum Meistari Jakob fyrir þau á íslensku og svo á norsku. Þau sungu tvö norsk lög fyrir okkur og gáfu okkur tvær norskar barnabækur. Börnin á Seljalandi og Hlíðarhvammi bjuggu einnig til fallega bók fyrir gestina með myndum af leikskólanum og börnunum í leik með allskonar setningum frá þeim um hvað þau læra í Álftaborg.

Hér að neðan er hægt að sjá myndir og myndbönd frá deginum.

Myndir frá heimsókninni - ef þið smellið á myndina flytjist þið yfir í myndaalbúmið. 

Meistari Jakob á íslensku og norsku

Norskt lag

Norski afmælissöngurin

Prenta |